Saturday, September 13, 2008

2 síður

En aðeins ein verður sýnd á netinu.
Ástæðan? Jú hin er fyrir skrapp lyftið hennar Erlu Rúnar og því ekki sýnd fyrr en að leik loknum. Ég virðist bara ekki ná að gera síðu nema ég skrái mig í einhverja leiki eða kaupi kitt sem á að gera síðu úr sbr. þessi hér að ofan!
Ég er því miður ekki með photoshopp í lappanum mínum og get því ekki lagað síðuna en hún skannaðist eitthvað klaufalega inn! Auk þess sem ég finn ekki hleðslutækið í cameruna mína og get ekki tekið myndir hvorki af síðunni né börnunum! Hef t.d. ekki tekið myndir af Rakel Önnu í rúmlega mánuð! Hvaða rugl er það??? Alveg sp. um að finna þetta hleðslutæki bara í dag, nú eða versla nýtt!
En já leikir eru af hinu góða og ýkt skemmtilegir! T.d. leikurinn sem ég stóð eitt sinn fyrir hér á blogginu mínu!
Nú Skálholt er í Nóvember og af því tilefni þá höfum við Signý startað leik til að stytta biðina og er öllum velkomið að taka þátt í honum og við vonum svo sannarlega að engin skorist undan þeirri áskorun ; ) það eru svo auðvitað fancý verðlaun í boði! Endilega takið þátt stelpur ef á ykkur er skorað! Kannski eru fleiri eins og ég, skrappa nánast ekki nema á þær sé skorað ;)
Slóðin inn á leikinn er hérna : http://skrapp.informe.com/viewtopic.php?p=39776#39776

- Síðan að ofan er svo skrapplyft af Magz vinkonu minni sætu og flottu! Hún er án efa minn uppáhalds skrappari á Íslandi og því skora ég á hana í þessum leik sem við Signý störtuðum!
Nú fyrirsætan er Rakel Anna krúttaða stelpuskottið mitt! Hún er svo í mörgæsargallanum sem Magz keypti fyrir okkur í útlöndum ;) Enn og aftur... sad hvað gæðin eru léleg! En þið verðið þá bara að sjá hana LIVE í Skálholti ;)

TFL!

8 comments:

Bryndís said...

Bara flott hjá þér sæta spæta!

hannakj said...

æðislegust!!! ógó flott hjá þér!

MagZ Mjuka said...

Ekkert smá sæt síða og auðvitað mun sætar læf eins og alltaf er. :)

kv. Magga sæta ....hahaha!

Svana Valería said...

smart all the way

Sandra said...

sæta sæta :) æðisleg síða hjá þér ;)

Heiðrún said...

geggjuð síða.... ;) töff litirnir....
bara henda sér í að hlaða vélina,eða hafa þrjár í gangi einsog ég... hehe.... örugglega einhver sem er með batteríið í lagi :)

Barbara Hafey. said...

hhaha.. það er nefnilega málið! 2 camerur á heimilinu og ég finn ekki hleðslutækið í hvoruga!

Drifa said...

flott siða:)