Sunday, August 31, 2008

Nýtt - New

Jæja hér er nýjasta síðan sem ég gerði fyrir skrapplyftið sem Erla Rún hélt utan um á Magnúsar spjallinu.
Ég er búin að bíða aðeins eftir því að geta sýnt hana þar sem ég var fyrst í hópnum hahaha..

Ég átti mjög erfitt með að gera þessa síðu þar sem ég fékk skissu til að fara eftir og hún höfðaði bara alls ekki til mín og því var þetta svoldið erfitt í fæðingu.

En á endanum tókst þetta og ég er bara sátt við útkomuna!

Ég notaðist við BG pp og mixaði meira að segja línum (OH!!!) nú ég notaði Grunge board frá
Tim Holtz og setti Heat and Stick á og svo
Ma Stewart brownstone glimmer þar á.

Uglan og kórónan eru rub on sem ég setti á "glæru" sem blingið var á sem ég nota þarna líka.

Nú borðann keypti ég í FK og veit ekkert hvaðan á uppruna sinn að rekja!

Glimmer stafina keypti ég þar líka... Blómin eru svo eldgömul alveg síðan Steina var með sína

búð í Hveragerði!

Myndin er svo af elstu dóttur minni og kisunni hennar, henni Músku!

Þær voru bestu vinkonur og er hennar sárt saknað, en hún týndist fyrir 8 árum síðan eða svo :/

Jæja.. TFAS! (Takk fyrir að skoða) :)

8 comments:

Unknown said...

Bara flott síða... Trufl sko :D

Anonymous said...

rosa flott síða

Bryndís said...

Algjört æði!!! Vissi að þú kæmir með eitthvað stórglæsilegt þrátt fyrir erfiða byrjun :)

Þórunn said...

bara geggjuð síða hjá þér!!

Svana Valería said...

frábært lift hjá þér

hannakj said...

Yndisleg mynd! Geggjuð síða!!

Drifa said...

flott síða og ekki að sjá á henni að hún hafið verið erfið i fæðingu

hulda beib said...

Ótrúlega flott síða hjá þér og nei.. þessi frumsíða var nú ekki að heilla.