Thursday, July 17, 2008

Skrapp blogg.Hér verð ég eingöngu með skrappblogg! það lofar ekki góðu að blanda saman skrappinu og lífinu í bland. Ég hætti alltaf að blogga um leið og ég fer að gera það LOL! Alveg spurning um að læra af reynslunni núna og vera ekki eins og maðurinn sem leggur höndina alltaf aftur á heita eldarvélarhelluna í trú um að nú brenni hann sig ekki aftur!

Nú hér eru nýjustu síðurnar mínar.

Þessa efri gerði ég fyrir skrappleik sem var á stóra spjallinu. Þetta var skrapplyftileikur þar sem ein fékk LO og átti að fara eftir því. Hún sendi svo næstu manneskju mynd af síðunni sem hún gerði og svo koll af kolli. Þetta er mitt framlag í þá keppni.

Síðan halar inn commentum á sb.com komin í 98 as we pikk! Sem þykir nokkuð gott á ÍSL. mælikvarða allavega hehhe..

Nú þessa síðu gerði ég svo bara að ganni á FK hitting. Náði ekki að klára hana þar þó... svo sá ég keppni á sb.com þar sem ég gat troðið henni inn og nú halar hún líka inn atkvæðum þar! Þetta eru einkasonurinn og yngsta dóttirin. Ofsalega vel heppnuð og falleg börn, segi ég og þyki mjög hógvær! hohohooo...

Jæja hef það ekki lengra svona í fyrsta bloggi! TFAK = Takk fyrir að kíkja! kv.

4 comments:

Sandra said...

Bjútíful :) þú ert svo flottur skrappari, Barbs :)

Sonja said...

Til lukku með nýja bloggið..

Svo fallegar síðurnar þínar..
sjáums skvís

kv Sonja

Þórunn said...

þessar síður eru bara æði!! ég er sammála að það er ekki gott að blanda saman bloggum ;) betra að hafa þetta aðskilið ;)

Knús á þig!

Jóhanna said...

Geggjaðslega truflaðslega flottar síður :)